18 febrúar, 2004

Drama

Er maður nokkuð vondur ef maður hefur ekki samúð með fólki sem er í þvílíku drama og finnst það jafnvel fyndið?

Það sem er í gangi á sér langa forsögu, tengist atburðum varðandi samskipti (eða samskiptaleysi) milli fólks sem starfar saman að líknarmálum. Nú er svo komið að það var sprenging, hótanir um að ganga úr starfinu og hótanir um að ákveðin hlutur verður lagður niður ef fólk gengur út úr starfi.

Voða miklar tilfinningar í gangi. Mikið af hugsunum orðum ofl. Ég stekk auðvitað inní málin og reyni að koma með lausnir á vandamálinu, koma með eitthvað sem er á jákvæðum nótum. Einhverja gleði í málið.

En það eina sem mig langar að gera er að skella upp úr og hlæja að allri þessari vitleysu.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli