Sumarið
Jæja lesendur góðir. Eftir ykkar góður ráð hérna um daginn um hvað ég hætti að gera þá ákvað að ég að spyrja ykkur hvað ég ætti að gera í sumar.
Ég vaknaði upp í gær og það var bjart. Klukkan átta í gær morgun. Myrkrið og drunginn hættur og komin björt sól í staðinn.
Þannig að ég var fúll vegna þess að vorið er að koma (versti tími ársins) en síðan glaður vegna þess að sumrið er á næsta leyti.
hvað á ég að gera í sumar? Það er margir kostir sem ég get komið að og eins og ég sagði þá langar mig að spyrja ykkur hvað ykkur líst best á.
1. Halda áfram að vinna í Lánstrausti, taka mánaðarfrí og ferðast um Ísland.
2. Hætta eða fara í frí i allt sumar og vinna við mannúð og menningu. Síðan finna sér einhverja íhlaupavinnu og mæta síðan í lánstraust um haustið eða ekki.
3. Fara til útlanda á vegum (man ekki... sjit mar.... ætlaði að fara til Finnlands í fyrra. Mánaðar sjálfboðavinna fer með 2 krakka til útlanda á sumarbúðir).
4. Fara til Austuríkis vegna þessa. Gæti verið mjög áhugavert.
Hvernig líst ykkur á?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli