01 mars, 2004

Íslenskur (ó)raunveruleiki?

"Sjit, sjit, sjit, sjit. Ég trúi þessu... djöfulsins óheppni" Sagði hann og settist niður.
"Ekki panika maður, við dílum við þetta" Sagði hinn.
"Þetta er allt þér að kenna, djöfulsins rugl.... helvítis fífl"
"Ertu búin að nota lyfin sem ég benti þér á?"
Hann lýtur upp, starir heiftúðlega á hinn og ansar engu.
"Ertu búin að því?" Spyr hinn pirraður.
"HVAÐ HELDURU AÐ ÉG SÉ? ERTU FÁVITI?" Segir hann og stendur upp.
"Hey ég var bara að spyrja, róaðu þig maður" Segir hinn og lyftir höndum. "Við erum báðir stressaðir. En við skulum aðeins slappa af maður. Óþarfi að missa sig."
"Fífl. Auðvitað er ég búin að prófa þetta drasl og líka allt sem mér hefur dottið í hug. Það dugar ekki."
"Allt í læ, maður, slappaðu af".
Hann sest niður andvarpar og felur andlitið sitt í höndunum.
Sekúndur líða í þögn.
"hvernig líður honum?" Segir hinn
"Hann sefur núna sem betur fer. hann er samt hrikalega veikur, aldrei séð neinn svona heitan. Við þurfum að gera eitthvað."
"Helduru að eitthvað hafi sprungið?"
"Hvað heldur að ég viti eitthvað um það" Segir hann pirraður.
"Common maður... við erum í þessum skít saman. Við verðum að vinna saman. Þýðir ekkert að vera pirraður út í mig".
"Þú áttir hugmyndina að þessu." Segir hann og fer síðan að herma eftir rödd hins "Við verðum voða ríkir, þetta er sjúr bett, hann er tilbúin að gera þetta, verður ekkert mál, ódýrt... bla bla bla"
"Ég VEIT að ég átti hugmyndina. EN ÞÚ tókst þátt í henni! Það þýðir ekkert að atast í mér!"

Það heyrist uml frá hinu herberginu. Þeir þagna báðir og líta í áttina að lokuðu hurðinni, þaga og halda jafnvel niður í sig andanum.

Sekúndur líða.

"Við verðum að gera eitthvað" Segir hann. "hann verður að komast á spítala"
"Ertu brjálaður. Með allt þetta inní sér. Ekki séns. Þetta finnst og hann mun tala, þú veist það sjálfur. Hann talaði oft um það hvað hann hataði fangelsi."
"hvað eigum við þá að gera?"
"Er ekki best bara að bíða. Þetta hlýtur að skila sér og síðan þegar það er búið þá getum við hlegið að þessu eftir á."
"Bíða? Hann gæti drepist!"
"Og hvað með það? Ekki er það okkur að kenna. Hann tók þessa áhættu. Vissi alveg hvaða afleiðingar það gæti haft"
"En..."
"En hvað? Viltu fara í fangelsi? Þetta er ósköp einfalt. Viltu fara í fangelsi eður ei?"
"En hvað gerist ef hann deyr?"
"Fólk er alltaf að hverfa á Íslandi. Hann getur alveg horfið líka" Segir hinn rólegur. "en hann á eftir að losa sig við þetta, það er ekkert mál. Margir hafa gert þetta! Við erum búnir að gera allt sem við getum. Næsta skref liggur hjá honum. Við verðum bara að bíða"
"Fokk jú. Ég er búin að bíða í 3 daga! Hlustandi á hann og troða í hann lyfjum! Ég ætla ekki að bíða"
"Ekkert mál. Ég skal bara sjá um þetta. Eigum við ekki að skella okkur á stælinn?"
"Stælinn?"
"Ég er ekki búin að borða neitt. Og þú lýtur út fyrir að þurfa komast út".
"Hvað með..."
"hann? Ertu ekki með vatn hjá honum? "
Hann kinnkar kolli.
"Þá getur hann verið einn í smá tíma. Common, þú skellir þér bara í sturtu heima hjá mér, taktu með þér föt til skiptana. Fáum okkur einn stóran á Stælinum."
Hann kinkar kolli og stendur upp.

Hinn síðan talar við hann á leiðinni út.

Þeir heyra hvorugir í manninum sem kallar veiklulega "hospital?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli