Hvað... ó hvað skal það vera?
Hvað á ég að skrifa um? Ég sit hérna og er að velta því fyrir mér hvað ég ætti að rita um. Satt að segja þá er ég með helling af hugmyndum en það kemur bara ekkert nógu sterkt.
Ég var að velta því fyrir mér að skrifa um...
... Spilamótið á Akureyri. Lýsa Nördfestinu sem var þar.
... Stelpur í spunaspili. Þarna var mikið af stelpum og mig langar soldið að skrifa um hvernig það var að stjórna þeim. Er einhver munur á þeim og strákum?
... ævintýrið sem ég stjórnaði á mótinu. Hvernig það gekk.
... sögu um endirinn á ævintýrinu sem ég stjórnaði. Reyna að segja smá sögu frá því.
... þreytuna sem ég finn fyrir núna.
En ég veit ekki hvað ég á að leggja áherslu á... spurning bara að skrifa ekki neitt?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli