12 mars, 2004

Allt konunum að kenna.

Ég segi sjaldan frá vinnunni minni þar sem ég er rammbundinn trúnaði og starfið er þess eðlið að ég má ekkert segja frá neinu.

En þar sem ég lenti í þrælskemmtilegu atviki rétt í þessu þá neyðist ég að segja aðeins frá því.

"Andskotans rugl er þetta.. ég gerði upp við þá um daginn"
"Já það hefur augljóslega verið einhver misskilningur á ferðinni. Best væri að hafa samband við þá og heyra í þeim hljóðið"
"ohhh....."
"ertu með penna? ég skal gefa þér símanúmerið"
"Já ég er með hann.. bíddu... hvar í andskotanum er hann. [Heyri hann vera ýta pappírum og öðru til hliðar].. já þetta pappírsflóð... þessi bréf sem maður er alltaf að fá... þetta er atvinnuskapandi!"
"Já það er það..."
"Alltaf endalausar pappírar sem eru í pósti.. rugl.. það er bara því að kenna að konurnar fóru á vinnumarkaðinn"
"........"
"já ef það hefði ekki gerst.... "
"......."
"Hérna er penninn... [heyri hann krota eitthvað] Helvítið virkar ekki... jú..."
"Símanúmerið er....."


Sjit mar... skemmtilegt orsakasamhengi.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli