Siðmenning... blekking ein?
Ég er að fara í tímabil þar sem ég hef á tilfinningunni að allt sé vonlaust.
Mig langar að breyta einhverju til batnaðar í heiminum. En stundum, eins og núna, koma upp hugsanir sem segja mér að það er bara draumur sem aldrei verður að veruleika.
Ég las það í dagblaðinu í gær að nokkrir háttsettir menn í ákveðnu ríki tóku þá ákvörðun að myrða mann sem þeir töldu hættulegan. Þessi maður var leiðtogi margra og talaði fyrir hatursfullum málstað. Hann var hálf-blindur og fastur í hjólastól. Hann var drepinn án dóms og laga.
Las játningu mans sem tók þátt í því að horfa upp á mann þjást og deyja og tók svo þátt í því að líki mansins væri fargað í höfn.
Les næstum daglega pistla á vefnum þar sem kemur fram einhver málstaður sem einhver heldur fram. Stuttu síðar kemur einhver með andstæðan málstað og þeir fara að rífast. Koma báðir með sín rök en aldrei er hlustað á hvorn annan.
Við höldum að við séum með siðmenningu. Að við séum með samfélag sem virkar, sem reynir að gera gott. En ég held að það sé blekking ein. Að þessi hugmynd um siðmenningu sé byggð á lygi og blekkingum. En það er ekki neinum að kenna. Það er bara ekki hægt að breyta þessu og ef það væri hægt þá væri jafnvel engin vilji hjá okkur til þess að gera það.
Kannski ætti maður bara hætta að taka þátt í þessu þjóðfélagi. Sleppa því bara. Ég á stundum erfitt með að finna tilganginn í því.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli