05 mars, 2004

Undarleg tilvera.

Ég er búin að vera pæla í því undanfarið hvað mannkynið er ömurlegt. Hvað við erum eitthvað lítil og ómerkileg. En þessi pæling hefur bara verið að gerjast í mér undanfarið. Hún hefur ekki sýnt sig almennilega. Verið bara einhverskonar tilfinning sem hefur skotið upp kollinum en þegar ég hef farið að hugsa um hana þá hafi hún horfið.

Ég gekk inní bókabúð í London í vetur þegar ég var á leiðinni til Brussel. Þar eins og marg staðar annars staðar lá bók. Mér sýndist hún fjalla um húmanismann og verið að fjalla um rætur hans sem liggja til Kristinsdóm. Vakti áhuga minn og ég verslaði hana.... eins og ég gerði við 4 aðrar bækur í þessari bókabúð. Hún hefur síðan legið ólesin í dótinu mínu.

Um daginn tók ég hana upp og byrjaði að lesa. Volla.... pælingin mín... algerlega, orð fyrir orð. Setur margt í samhengi sem var sundurlaust hjá mér.

Ótrúlegt en kannski bara tilviljun.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli