15 mars, 2004

Laugardagur
Frekar lási færsla um daginn.

Síðasta laugardag var bisí dagur hjá mér. Ég vaknaði upp um hálf tíu leytið og skutlaðist með bílinn hans Leifs til hans, var á honum vegna þess að við vorum að spila catan kvöldið áður og hann varð svo helv*** fullur.

Hann Leifur var á leiðinni að gera sitt B.S verkefni og hann bauðst til að skutla mér á leiðis. Ég var nefnilega að kaupa (eða jafnvel versla) bækur (kemur það ekki voðalega á óvart). Sá nefnilega um daginn að það var drengur að fara selja bókasafnið sitt. Keypti 11 bækur af honum á um 8000 kall. Síðan lá leið mín á lauganes veginn þar sem ég sótti lyklana af L-12 búðinni. Vakti mjög svo óhressa stelpu sem var ekkert sátt við að vera vakin fyrir hádegi.

Síðan eyddi ég næstum fjórum tímum í búðinni ásamt Viktori, sem er snilldar drengur. Síðan kom Vargurinn og pikkaði mig upp og það var farið og skipt um föt. Ég notaði auðvitað tíman vel og las helling í nýju bókunum mínum.

Árshátíðin. Fyrsta var farið á Kaffibarinn og setið aðeins þar sem nokkrum öðrum sjálfboðaliðum Rauða Krossins (í þessu tilfelli má kannski segja að þeir hafi verið sjálfboðaliðar sjálfsbjargar.. en hver er að velta sér upp úr því?). Síðan var farið í Þjóðleikhúskjallarann. Maður hafði auðvitað eytt ógrynni af tíma, svita og tárum að gera staðinn aðgengilegan og staðurinn var þolanlegur að þessu leyti.

Kvöldið var mjög skemmtilegt. Mjög vel mætt á árshátíðina, Nokkur skemmtiatriði voru í gangi.. sum fóru ekkert of vel í fólk en önnur gengu mjög vel. Maturinn var mjög góður.. en það hefði mátt vera meira af ísnum! En auðvitað var þetta kvöld af undirlagt af klíkuskap en maður vissi það svo sem fyrir.

En síðan dansað fram eftir nóttu og farið heim um 3-leytið. Fínt kvöld.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli