Hugsanir
Mínar hugsanir eru stundum ekkert sérstaklega fallegar. Það koma fram ýmsar hugsanir sem ég ræð ekkert við sem eru mjög skuggalegar og jafnvel viðbjóðslegar. Hugsanir um ofbeldi, morð, kynlíf ofl sem eru þannig að ef ég hugsa að ef myndi láta eitthvað að þessu að veruleika eða segja einhverjum þær þá myndi ekki líða langur tími áður en eitthvað yfirvald brýtur niður hurðina mína.
En er ég eitthað spes? er ég einstakur? Maður heldur það alltaf en ég held að allir kljást við þetta. Að hafa hugsanir sem fólk veltir fyrir sér hvaðan þær komi. Vilji bara ýta þeim frá sér. Síðan er einhver óskrifuð regla um að engin skuli tala um þetta... allir látast eins og þær séu ekki til.
En er það rétt.... eða er ég bara kleppsmatur?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli