19 mars, 2004

Að leggja út í óvissuna og myrkrið.

Eftir nokkrar stundir fer ég af stað út í myrkrið til þess að bera fólkinu fagnaðarerindið. Að takast á við þær ógnir og hættur sem eru til staðar fyrir utan veggi borgarinnar. Reyna að kom einhverri fegurð og ljós inní líf þessa einstaklinga sem búa í myrkrinu fyrir utan.

Þetta verður erfitt, það verður barátta við fáfræði, fordóma, leti og hreinan lúðaskap. Verður öruglega reynt að heilþvo mann með bezta ísnum. En ég mun reyna að halda minni hugsun hreinni.

Já... ég mun fara úr ljósi Reykjavíkur inní myrkrið á landsbyggðinni.

Spilamót á Akureyri.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli