31 mars, 2004

Barnaníðingar

Í laugardagsblaðinu kom grein um barnaníðinga. Á bls. 27 var fjallað um hvernig er hægt að varast barnaníðinga.

Fyrsta málsgreinin hljómaði svona "Foreldrar eiga að vera á verði gagnvart hugsanlegum barnaníðingum. Vísbending um slíkt er þegar menn bjóða of mikla hjálp varðandi fjölskylduna og börnin, eða vita of mikið um börnin þín eða börn yfirleitt, sérstaklega ef þeir eiga engin börn sjálfir"

hverjir þekkja sögu af einhverjum kalli sem var voða góður við börnin í nágrenninu? Einhver sem átti engin börn sjálfur eða þau voru farin úr hreiðrinu og spjallaði við krakkana eða gaf þeim nammi? Hverjir þekkja unga karlmenn sem eiga engin börn en vinna í skóla, leikskóla?

Svona leiðbeiningar eru áhugverðar. Ég til dæmis veit talsvert mikið um börn og hef mjög gaman af þeim. Hef gaman að þeirra návist og þeirra leik. Ég á engin börn sjálfur.

Ráðin sem koma eftir á eru mjög góð. Fjallar um að kenna börnunum hvar má ekki snerta og þau hafi rétt til þess að segja nei.

En fyrsta ráðið finnst mér hættulegt. Kemur mjög slæmu orði á menn eins og mig. Ef ég mun ekki eiga nein börn og mun vera gamall kall búandi á horninu, þá vil ég geta lifað "föður eða Afa" ímyndina með því að kynnast börnunum í kringum mig.

En ég skil svo sem þessar áhyggjur. Þó að staðreyndin segi að flestir barnaníðingar eru eitthvað tengdir fórnarlambinu. Feður, stjúpfeður, afar, frændur osfrv.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli