Tölvuvandræði
Þeir sem spjalla við mig á MSN hafa kannski tekið eftir því að ég er ekkert á msn þessa dagana. Það er nú ástæða fyrir því. Góða, flotta tölvan mín er biluð. Skjárinn er alltaf að detta út, þetta hefur farið versnandi þessa dagana og nú er svo komið að skjárinn virkar bara lítið sem ekkert.
Þarf að senda tölvuna í viðgerð... síðan er spurning hvort að það borgar sig fyrir mig að gera við þetta. Andvarp.....
En annars er nóg að gera. Catan mót á laugardaginn, jóganámskeið um helgina og árshátíða á morgun.
Þannig að ég mun spá í tölvunni meira á mánudag.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli