29 mars, 2004

Tilviljanir (eða stelpa í strætó)

Ég fór a mót í Catan á laugardaginn og tapaði hressilega þessu eina spili sem ég var að spila. Þannig að vonir mínar um að keppa á Íslandsmeistaramótinu eru farnar.

Þar sem engin vorkenndi mér ákvað ég að kíkja til foreldra minna. Fékk far þangað en þar var enginn heima. Þá vissi ég ekkert hvað ég átti að gera og stökk í næsta strætó. Ég tók hringinn í grafarvoginum og fór svo upp í Ártún.

Þar stökk ég upp áttuna. hann var bilaður og hafði setið þarna í um 10 mín. Ég leit í kringum mig og sá þarna stúlku sem vakti einhvern áhuga hjá mér. Ég settist nálægt henni og við fórum að spjalla. Veit eiginlega ekki af hverju. Það var eitthvað við hana sem fékk mig til þess að brjóta ísinn.

Við spjölluðum á meðan við biðum eftir að bíllinn færi af stað og síðan þangað til að nýr strætó kæmi og svo á meðan strætó var á leiðinni upp í grafarholtið.

Kvöddumst svo þegar hún fór úr strætó á undan mér.

Síðan þegar ég labbaði heim frá strætóstobbistöðinni þá fann ég að mig langaði að kynnast henni betur. Það var eitthvað í gangi... eitthvað kemistrí.. eitthvað við hana sem heillaði...

Er búin að vera blóta sjálfum mér síðan að hafa ekki beðið hana um símanúmer eða eitthvað álíka.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli