06 febrúar, 2004

Að vera fullorðin.
Lífsreynslusaga! Jíbííí.... :p

Ég hef aldrei upplifað mig sem fullorðin. Alltaf horft á mig sem barn. Ábyrgðarlaus, stefnulaus, bara lifa fyrir núið.

En í dag... þá finnst mér ég hafa fullorðnast um svona 50%.

Fyrir nokkrum dögum síðan kom frænka mín í vinnunna. Ég fékk hroll alveg niður í maga og bað til Guðs um að hún væri ekki að fara biðja um skránna sína. Hún dvaldi stutt við og bað ekki um neina skrá og fór svo.

Síðan í gær þá fékk ég símhringingu frá henni þar sem hún sagði mér að hún væri kannski að fá vinnu þarna og var að velta fyrir sér hvernig mórallin væri þarna, hvernig andrúmsloftið er. Ég sagði mitt álit á því og við spjölluðum smá saman.

Síðan í dag þá mætti hún í vinnuna. Hún er systir föður míns. Kona sem ég þekki svo sem lítið... bara verið frænka mín. Móðir stráks sem ég lék mér mikið við og sá strákur var einn af uppáhald vinum mínum þegar ég var lítill. hann á líka þann heiður að hafa gefið mér ör sem dvelur á augabrún minni.

Hún er núna mætt á sama vinnustað og ég. Hún á að heita jafningi minn (vinnulega séð). Er í annarri deild og allt það en ég þarf að umgangast hana dags daglega hérna í vinnunni. Þetta tel ég vera skref í áttina að fullorðnast eða kannski skrefið í að stækka mína grímu sem ég nota á hverjum degi... eða kannski þver öfugt.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli