Að halda hvíldardaginn heilagann
Ég gerði ekkert í gær! Ég vaknaði eldsnemma (um hálf tíu leytið). Lá upp í rúmi og hugsaði um Catan þar sem ég hafði eytt laugardagskvöldinu í að spila það spil. Það mættu sjö manns í heimsókn og við spiluðum catan frá sex til tvö um nóttina. Hörkufjör og það var alveg augljóst hver væri langbestur í þessu spili... nú auðvitað herra undirritaður! Með fjóra sigra.
En já.. ég var að tala um sunnudaginn. Ég skreiddist á lappir og tók til eftir mannfögnuðinn kvöldið áður, vaskaði upp og svoleiðis. Þreif síðan klósettið og strauk yfir gólfið með mopp. Hendi síðan í þvottavél og skipti um á rúminu.
Þetta tók nú ekki langan tíma og síðan hendi ég sjálfum mér í bað. Kveikti á kertum og lét þau loga á man ég dvaldi í heitu baði. Auðvitað með ferðatölvuna með mér svo ég væri ekki alveg aðskyldur frá umheiminum. Rakaði mig og fór í hrein nærföt. Síðan henti ég mér undir teppi og sat þar allan daginn. Borðaði eitt skyr og átt snakk. Horfði á Invader Zim og 24, seríu eitt. Spjallaði á netinu og tók því bara rólega.
Klæddi mig ekki allan daginn og eldaði ekkert. Svona á að halda hvíldardaginn heilagann!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli