16 febrúar, 2004

Að búa einn (frá byrjun)

Ég hef búið einn og verið í sambúð. En alltaf þegar ég hef flutt inní íbúð þá hef ég komið inní rótgróna íbúð. Allt hefur verið til. Það hefur ekki verið þurft að versla hreinsunarefni eða kaupa nauðsynjar.. nema þegar þær klárast.

En núna vantar mig þetta allt. Sykur, matarolíur, glerúði, borðtuskur, uppþvottaefni, klósetthreinsi, salernispappír, snýtubréf, handklæði, sængurföt, þvottaklemmur, krydd, salt og pipar, þvottalög, uppþvottalög, ofnhreinsi, uppþvottabursta, pönnu, og eflaust helling af öðrum hlutum sem ég mun uppgötva þegar mig vantar þá hluti.

En þetta er mjög spennandi tími fyrir mig!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli