Draugar og myrkfælni
Þegar ég var lítill þá var ég frekar myrkfælinn. Bara það sem myndi kallast eðlilegt, var með gott ímyndunarafl og það litla sem ég sá í bíómyndum og las kom og bankaði upp á þegar ég var einn og það var myrkur. Bað alltaf um að það yrði kveikt á ljósinu í ganginum o.s.frv.
En maður myndi búast við að þessi hræðsla myndi nú minnka, jafnvel hverfa eftir því sem maður yrði eldri. Hún er ekki eins áberandi, en hún er til staðar og jafnvel enn sterkari en þegar ég var barn. Síðan er maður miklu varnarlausari núna en áður. Áður fyrr gat maður skriðið upp í hjá foreldrum (eða þegar hin systkinin voru á undan, þá gat maður útbúið bedda hliðin á rúminu). En nú er maður fullorðin og það er engin sem verndar mann. maður er varnarlaus.
Síðan má ekki gleyma þeirri skemmtilegri staðreynd að það er ekkert að óttast nema myrkrið sjálft.... draugar.. puff... þvílík vitleysa. Á daginn er þetta mjög auðvelt að halda í svona hugsun... en þegar maður er þreyttur, illa fyrir kallaður, nývaknaður... þá kemur þetta svo sterkt upp í manni. Þegar myrkrið þrengir að manni.
Það sem ég óttast eru draugar og næsta manneskja. Draugar... trúi ég á drauga... neee.... við skulum bara orða þetta þannig "ég neita ekki tilvist drauga". Ég get alveg ímyndað mér sálir séu til og þá drauga.
Ég er líka viss á því að ef ég sé einhvern tíman draug, draug sem vekur mig um miðja nótt eða eitthvað þvíumlíkt, þá mun ég enda inn á kleppi. Annað hvort með starfarklofa eða bara einfaldlega bilaður.
Síðan óttast maður næstu manneskju... er hún morðingi... langar henni að stökkva á mann og éta úr manni lifrina?
En á daginn þá óttast ég ekki svona hluti... þeir eru kjánalegir og ég er bjáni að hugsa svona daginn áður. En ég vakna samt á nóttinni með þá tilfinningu að einhver er inní íbúðinni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli