07 janúar, 2004

Pirringur

"Ég þarf að fá upplýsingar hjá þér"
"Ég get ekki gefið þér þær í síma"
"Nú?"
"Það er þá tvennt í stöðunni, þú getur komið hérna við hjá okkur og fengið þær afhentar með því að sýna persónuskilríki eða.."
"Já, NAFLI alheimsins"
"Ha?"
"Reykjavíkin, Nafli alheimsins. Ég bý út á landi."

Hvað meinarðu kallin? Ertu að segja að vegna þess að þú er fastur í þínu dreifbýli þá ertu bitur út í Reykjavík? Og hvað meinarðu að skella þessum biturleika framan í mig? Ekki er það mér að kenna að þú sért að hringja í mig ha? Er það nokkuð? Auðvitað er ég í Reykjavík. Hvar ætti ég að vera? Hliðiná þér, fíflið þitt? Svo hin 90% á landinu mundi hringja og kvarta hvað ég væri langt í burtu? Og ef þú ert svona bitur út í Reykjavík, hvað í andskotanum ertu að gera? Ertu fastur í miðöldum? Borgir er framtíðin, Live in the NOW! Helv. fífl.

"Ég skil... en það er líka hægt að senda... bla bla bla"

Síðan er ég hrikalega pirraður út í Erling Sigtryggson, Jón Finnbjörnson og Eggert Óskarson.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli