02 janúar, 2004

2003

Í fyrra í fyrsta skiptið á ævi minni...
... fór ég í spilavíti
... sagði ég "ég bíð öllum upp á drykk á barnum!"
... varð ég veikur eftir drykkju og ældi eins og múkki í þynnkunni dagin eftir
... fór ég til Eistlands, Finnlands, Slóveníu og Belgíu
... fór ég til Neskaupstaðar
... kynntist ég smábæjarbrag
... týndi ég villisveppi í Ölpunum
... upplifði ég sjálfan mig sem "stór og sterkan karlmann"
... hitti fallega Breska stúlku
... fékk ég matareitrun
... fékk ég yfir 200.000 í mánaðarlaun
... upplifði ég algert ábyrgðarleysi einstaklings og sá þann ljúga upp í fésið á mér
... fór ég að æfa hnefaleika
... að mig langar í nýtt rúm
... upplifði ég sársaukalausa tanntöku

Í fyrra upplifði ég...
... það að vera ástfangin
... að kynnast 3 frábærum einstaklingum
... dýpri vináttu hjá 2 gömlum vinum
... grynnri vináttu hjá 1 gömlum vini
... mikla öfundsýki sem var á jaðrinum á þvi að vera bilun
... mikla tilfinningu við lestur einnar bókar (Life of PI)
... mikla skömm á sjálfum mér þrisvar sinnum (að minnsta kosti)
... mikil bókakaup

Það besta við árið var: Slóvenía
Upplifun ársins var: Life of pi og ..... (ritskoðað)
Neikvæða móment ársins: þegar ég missti stjórn á skapinu þegar Faror Mordain féll
Leiðindi ársins:Þegar leiðinlegi kallin hringdi útaf konu sinni og jós yfir mann skömmum
Uppgvötun ársins: Ég get verið massaður og pósað fyrir framan spegilinn
Hik ársins: Að klippa eða ekki klippa
Skylda ársins: L-12
Best bók ársins: Life of Pi
Besta mynd ársins: get eiginlega ekki dæmt um það núna.
Besti húmor ársins: Drepið okkur og elskið okkur eftir Hugleik Dagason
Besti matur ársins: Hvítlaukslegnu sniglarnir í Brussel (ég fæ fiðring í tánum þegar ég hugsa um þá)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli