Gamlárskvöld.
Ég hef oft sagt að þetta sé mitt uppáhaldskvöld ársins. Púðurreykurinn, hávaðin og ljósadýrðin hafa alltaf heillað mig.
Það myndast líka skemmtileg stemming alltaf í kringum þetta. Ég fæ alltaf einhverja gleðitilfinningu á þessum tíma.
En nú verð ég að játa að mig hlakkar ekkert til áramóta. Ég eiginlega veit ekki af hverju.
Þetta er einhvern vegin tómt í dag.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli