08 desember, 2003

Um val

Okkar líf snýst um val. Við erum alltaf að velja stefnu sem við viljum að lífið okkar á að taka.

Það er ósköp einfalt. Allt í okkar lífi er í kringum þetta val. Það er ekki hægt að fela sig bakvið "þetta er bara svona" eða "örlögin tóku í taumana". Heldur við völdum stefnu þessa.

Að keyra upp eða niður laugaveginn. Það er val. Ef við veljum það að keyra upp laugaveginn þá tökum við þeim afleiðingum. Þetta getur þú sett á allt. Spurning hvort að það sé hægt að setja fólk með geðsjúkdóma....hmm... en anívei.

Ef við veljum það að taka að okkur verkefni á vegum Rauða Krossins þá er það okkar val. Þótt að eina ástæðan fyrir því að við völdum það að taka að okkur þetta verkefni sé skyldurækni þá er þetta samt okkar val.

En stundum er erfitt að fást við þetta val. Stundum er það mjög erfitt að vera undir því. Við erum öll mannleg og höfum öll okkar veiku punkta og stundum tökum við of mikið að okkur. Þá veljum við það samt. Þá erum við að velja það. Veljum kannski að gera sumi hluti illa. Lítið við því að gera.

En auðvitað má maður kvarta yfir því :Þ

En síðan má ekki gleyma því að við höfum örlög og allt í kringum okkur er fyrirframákveðið. Jú við höfum ákvörðunarvald en það er samt fyrirfram ákveðið hvað við veljum. En það þýðir ekki neitt fyrir okkur þar sem við erum bara peð á stóru taflborði veruleikans.

Fór líka og horfði á Two Towers extended á laugardaginn og skrópaði á föstudeginum í hnefaleika. Valdi það alveg sjálfur.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli