I am going slightly mad!
Draumur í nótt.... ég var að fara leigja og fann mér flotta góða kjallaraíbúð. Þessi kjallara íbúð var falleg og góð og mig langaði í hana. Eini gallin á henni var að það hún var í stóru húsi og ég þurfti að fara í gegnum forstofuna hjá heimilisfólkinu til þess að komast að íbúðinni minni (eins og er í íbúðinni hjá Varginum).
En mér líkaði vel við fólkið sem átti húsið og það líkaði vel við mig. Þetta var fimm manna fjölskylda. Allir voru svona tiltörulega venjulegir en það var ein stúlka þarna.... daddarra...
Hún var 19 ára og var að klára menntaskólann. Var svona "late bloomer", hafði verið ógeðslega barnaleg en hafði blómstrað í þessa fallegu kvenveru. Ég tók strax eftir því að hún gaf mér auga ef hún hitti mig í forstofunni. Við fórum eitthvað að daðra... ekkert alvarlega (þar sem ég kann ekkert að daðra... ekki einu sinni í draumi).
Einn dag þá er ég eitthvað bjástra í íbúðinni minni þegar hún bankar upp á. Biður mig um að koma upp og hjálpa sér aðeins. Ég fer upp með henni og það eru engir foreldra heima. Við förum eitthvað að kela og erum komin í svaka aktjón, týna spjarirnar af og við að nudda og sleikja. Virkilega hot draumur... er kannski að fara í blautan!
En auðvitað koma foreldrarnir heim. Við erum í herberginu hennar. Hún stekkur fram, vefur handklæði um sig og fer eitthvað að stalla fyrir foreldrunum. Ég reyni að fela mig í einhverju skoti, nakin, heyri eitthvað rifrildi frami og heyri það að stelpan fer að gráta, inn koma foreldrarnir... ég er svona hálf falin. Þetta er svona atriði í bíómynd þar sem vondu kallarnir þurfa bara að taka eitt skref í viðbót og þá sést aðalsöguhetjan.. í bíómyndum þá stíga aldrei vondu kallarnir fram.. en hvað gerist hér....
Jú foreldrarnir stíga fram. Horfa á mig með reiði svip þar sem ég stend hálf bogin í felum... nakinn.... nú ég bregst við eins og allir hefðu gert
"fyrirgefið" stíg síðan fram og næ í nærbrækurnar mínar, klæði mig í þær og fer síðan í íbúðina mína. Stuttu seinna koma foreldrarnir og segja að ég er góður leigjandi og þau vilja ekki missa mig en ég má ekki sofa hjá dóttur þeirra.
What is wrong with this picture?????
Engin ummæli:
Skrifa ummæli