16 desember, 2003

Að bjarga lífi.

Var á rölti í vinnunni. Sá hvar hún barðist fyrir lífi sínu í vatninu. Stökk til, rennbleytti sjálfan mig og dró hana upp úr. Talaði huggunarorð við hana meðan hún var að þorna, var blaut og hrakin.

Henni tókst vel til við að þurrka sig og eftir smá tíma fór hún aftur að fljúga um.

Ég bjargaði lífi í dag. Kannski finnst sumum ómerkilegt að bjarga lífi flugu. En þetta er einstök lífvera. Engin fluga í heiminum mun vera með nákvæmlegu sömu DNA. Líf hennar er kannski fábrotið en hvað er mitt að dæma það?

Er ekki allt líf stórkostlegt og jafnvel hægt að nota orðið "heilagt" um lífið? Auðvitað er erfitt að bjarga öllu lífi sem er í kringum okkur. En er ekki hægt að reyna? Gera það sem við getum til þess að halda lífinu lifandi? Í staðinn fyrir að berja í áttina að flugunni þá dáðst að henni og hennar hæfni?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli