Bíó!
Cabin fever. Fór á hana á fimmtudaginn síðasta, hann Siggi hólm var svo yndislegur að bjóða mér á hana. Nokkuð skemmtileg mynd. Síðan var leikstjórinn með tölu um myndina og það var þræl gaman að hlusta á strákinn. Mæli hrikalega mikið með myndinni.
Ég held líka að þessi mynd mun hafa einhver áhrif á mig í framtíðinni.... hmm...
Örlög??
Undarlegar tilviljanir, margar saman. Er það tilviljun?
Ég lenti í svoleiðis um helgina.
Var í L-12 búðinni að láta mér leiðast þar sem það var gjörsamlega ekkert að gerast í búðinni. Það ganga síðan tveir menn inní búðina, annar heldur á jaka. Hann spyr (eins og margir aðrir) hvort að við tökum á móti notuðum fötum. Ég segi já og tek á móti þessum frekar ágæta jakka. Hann segir að hinn hafi keypt sér nýjan og vildi gefa þennan. Ég horfi á hinn einstaklingin og hann segir "I have got a new one" og strýkur yfir glænýjan 66° norður jakka. íslendingurinn segir síðan eitthvað sem á að vera fyndið en ég horfi á þennan útlending og spái hver þetta sé. Þeir kveðja síðan og labba út. Ég stend kyrr og held á jakkanum sem er talsvert rakur og velti fyrir hver þetta hafi verið....
Þetta var Eli Roth. Rísandi stjarna... og ég held á jakkanum hans... væri nú flott að versla hann sjálfur eða jafnvel hengja hann upp með eiginhandaráritun. En neeeeiiiii.... ég fattaði ekki hver þetta væri og nú stend ég uppi með jakka sem er ágætur.
Er síðan næstu klukkutímana að blóta sjálfum mér fyrir að hafa ekki fengið eiginhandaráritun. Loka búllunni snemma... og fer heim, mér var boðið að fara á Grease í borgarleikhúsinu. Fjölsmiðjan í Kópavogi var að fara og buðu einhverjum leiðbeinendum með... þar á meðal mér. Mér fannst hálf fáranlegt að hafa einhverja sjálfboðaliða með þessu fólki úr fjölsmiðjunni... en segir maður nei við Grease.. hmmm... oftast, já... ég veit eiginlega ekki af hverju ég sagði já.... En anívei.
Ég settist á aftasta bekk og beið eftir að leiksýningin byrjaði og sjá... Eli Roth gengur inn. Ég byrja strax að telja í mig kjark til þess að biðja um eiginhandaráritun. Er síðan hálfa sýninguna með hugann annars staðar. Er með fiðrildi í maganum og svitna eins og ég veit ekki hvað. Hléið kemur og ég er að læðst í kringum hann eins og geðbilaður stalker. Sé hvar hann er að spjalla við einhverja Íslendinga, eitthvað þotulið... þannig að ég beið, var næstum búin að hætta við... en sá þar sem kom aðsvífandi bjargvættur, ljóshærð og brjóstgóð. Fór að spjalla við hann á fullu. Ég stökk þá að með penna og blað og fékk áritun! Spjallaði við hann í smá stund og hlustaði á spjall hans við stúlkuna. Virtist vera mjög eðlilegur og fínn gaur.
Ég horfði síðan á afganginum á sýningunni í gleðivímu... uppgvötaði síðan að ég hafði ekkert til þess að tengja árituna við jakkann.... en ég var tiltörulega rólegur yfir því.... treysti almættinu.
Og hvað... í mogganum var mynd af Eli Roth í hinum ágæta jakka.
Tilviljun eða örlög?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli