Lofræða
Það er sjaldan sem maður les eitthvað sem hreyfir við manni. Oft þá les maður texta, sögur, ljóð án þess að einhverjar tilfinningar vakni upp hjá manni. Maður les textann með kannski skemmtanagildi í huga eða kíkja á boðskapinn hans. Hann er áhugaverður oft... en það vaknar ekkert upp.
En stundum gerist það að maður les texta og það vakna upp tilfinningar. Ef það gerist almennilega þá vaknar tilfinningasúpa sem maður á erfitt með að ná utan um. Grátur, hlátur skiptast á að koma, hugsanir þjóta fram og til baka og maður veltir fyrir sér textanum fram og til baka.
Það gerðist í sumar þegar ég las Life of Pi e. Yann Martel og í gær gerðist það líka þegar ég las bloggið hans Togga Pop. Hef lesið hann í smá tíma og hef alltaf gaman að þriðjudagssögunum hans. Sögur af honum sjálfum þar sem maður fær þvílíkan kjánahroll (eða bjánahroll) yfir öllum þessum kjánagangi hjá honum.
Í gær settist ég niður og byrjaði að lesa og þá koma allt annar hljóð upp úr honum. Þetta er skyldulesning á allan máta. Textinn er vel skrifaður, hann nær til mans, veitir manni innsýn inní tilfinningar og maður á auðvelt með að ímynda sér atburðina. Sér sjálfan sig inní þessu, textinn dregur mann inní þann hugarheim. Síðan er boðskapurinn eitthvað sem á erindi í umræðuna.
Textinn er hér.
Skyldulesning!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli