18 desember, 2003

Lífið

Það er ótrúlegt hvað það tekur á sig skrýtnar myndir.

Ég er ekki búin að gifta mig og eignast börn, eitthvað sem ég bjóst við að myndi gerast. Ekki það að ég hafi verið að leita að því eða neitt þannig. Ég ímyndaði aldrei mér að ég myndi giftast í kirkju eða neitt þannig. En ég sá alveg fyrir mér að ég væri búin að eignast mína eigin fjölskyldu áður en ég yrði 25 ára.

En ég er einn í dag. Síðan þegar ég lít til baka og þá sé ég að ég hafði einhvern draum um hjónaband. Hugsaði um hvernig þetta myndi verða þegar ég væri komin með fjölskyldu en ekki hvernig ég myndi ná henni.

Það er eins og með margt annað. Bíll og hús... hafði ekki leitt neina hugsun um hvernig ég myndi ná þeim.. en hafði hugsað mér að ég myndi eignast þetta.

En í dag þá er þetta ekkert kallandi, heillar mig ekkert. Ég væri alveg til í að eiga mína eigin íbúð, en mig langar ekkert í fjárhagsskuldbindingarnar.

Ég spyr mig oft hvort að ég sé fastur í einhverju Pétur Pan tímabili, að ég vilji ekki fullorðnast, og eflaust er það rétt.

En lífið hefur bara leitt mig á aðrar brautir, brautir sem ég sjálfur hef valið að ganga ;), ég er að vinna við eitthvað sem mér datt aldrei hug að ég myndi vinna við, er í stjórn félags þar sem ég var ekki að fíla klíkuna þegar ég var að byrja í þeim samtökum.

Er síðan komin með vinnu, verð að vinna í tilsjónarsambýli... heimili eða eitthvað, Þannig að það er margt að gerast í mínu lífi.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli