29 desember, 2003

Jólin

Ég tók upp á því að veikjast svona rétt fyrir jól. Var með einhverja drullu í hálsi og nefi. Er búin að snýta út úr mér svona 28 lítra af hori. Nennti auðvitað ekki að vera veikur svo að ég tók mig til og fékk mér sólhatt og c-vítamín, íbúfen og hálstöflur á fullu. Ég var svona lala starfshæfur um jólin og er núna orðin voða hress, en ekki alveg orðin heill þar sem ég snýtti mér í morgun hressilega og horið slettist upp á nef. Öruglega svona hálfur sentílítri. Eitt snýt og bréfið var gegnsósa af hori.

En anívei....

Ég fékk jólagjafir.

Peysu og vekjaraklukku frá Gamla settinu, Geisladisk og bók frá Vargnum, Dvd frá Bróa, nærbuxur, sokka og konfekt frá LSJ, handklæði frá Ömmy Jenný og afa Inga. Svona hefðbundið jól. Þakka auðvitað kærlega fyrir alla jólagjafirnar (þú líka Leifur... takk fyrir drekann).

Síðan er maður orðin feitu af öllu ketinu sem maður hefur borða, ef við tölum nú ekki um konfektið, nammið, gosið osfrv. Ég fékk þennan risastóra konfekt kassa frá vinnunni í jólagjöf og hann er nú í herberginu mínu óopnaður... og ég hræðist hann. Sé fyrir mér um hálft kíló af þessu eðal konfekti. Með mismunandi fyllingum, karamellu, jarðaberja, keim af banana, núggat.... mmm..... en ég er búin að klára einn konfekt kassa (þann sem ég fékk frá LSJ) og er að háma þetta í mig í vinnunni. Hef á tilfinningunni að þetta sé of mikið. En þetta er bara svo gott.... ætla ekki að opna kassann strax!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli