Goðin mín
Hafa ekki allir einhverja til að líta upp til? Ég hef þrjá aðila sem ég lít upp til og dái. Ég hef mun fleiri sem ég lít upp til en þessir einstaklingar eru svona aðilar sem hafa haft áhrif á mig á annan máta. Þar sem hátíð sem er haldin til heiðurs eins þeirra verður haldin á næstunni þá ætla ég aðeins að fjalla um þessa þrjá aðila.
Þetta eru Jesús frá Nasaret, Ernesto "Che" Guevara og Mahatma Ghandi.
Það er tvennt sem sameinar þessa einstaklinga. Þeir voru allir byltingasinnar og voru tilbúnir að láta lífið fyrir málstaðinn. Málstaður þeirra var mjög ólíkur og allir notuðu þeir mismunandi aðferðir við að koma málstaðnum á framfæri.
En þeir trúðu á hann svo sterkt að það virtist enginn efi vera hjá þeim. Kannski kom efi einhvern tíman upp en þar sem þetta eru hálfgerðar goðsagnarverur þá er ekki fjallað mikið um það.
En það er það sem heillar. Þessi óbilandi trú á málstað sem fer yfir öll mörk. Að trúa á eitthvað svo sterkt að þú ert tilbúin að stíga niður af stalli lífsins fyrir hann.
Ég hef aldrei haft neinn svona málstað og það er mjög ólíklegt að í svona fyrtu samfélagi eins og ég lifi í að ég muni hafa hann. En ég get samt dáð aðra fyrir það.
Málstaðurinn er ekki það sem ég dái, heldur hegðun og hugsun þessara manna. Þeir voru allir stórkostlegir, hver á sinn hátt.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli