Þreyta
Ég er orðin langþreyttur.
Allir virkir dagar eru uppteknir. Á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum fer ég í hnefaleika og svitna eins og svín. Skrepp svo og fæ mér eitthvað að borða. Síðan heng ég oft með honum GEB eða fer að spila.
Á þriðjudögum og fimmtudögum fer ég svo að vinna mína aukavinnu. Já þessi ferð þarna í haust kostar víst eitthvað og maður þarf víst að borga sínar skuldir, svo maður verður ekki viðskiptavinur sjálfs síns. Þannig að ég fer og hringi í fólk og segi því frá tilboðum á vegum símans. Voðalega heilalaust eitthvað en ég fæ pening og kemst á MSN á meðan.
En ég nenni þessu ekki mikið lengur.
Mig dreymdi að ég væri veikur í nótt. Ég dreymdi að ég myndi lenda í slysi og væri á spítala. Það segir manni margt.
ég vil taka eina kvöldstund og slappa af. Fara í bíó.... taka því rólega.
Sé samt ekki hvenær ég á að hafa tíma fyrir það.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli