13 janúar, 2004

Sakavottorð.

Þeir sem sækja um að vinna með börnum skuli vísa sakarvottorði.

Á ekki að koma næst með vanskilaskrá? Strong prófið? Einhverja hegðunarkvarða?

Hvað segir sakarvottorð þér? Erum við að reyna að stoppa barnaníðinga? Þá sem misnota börn? Er sakavottorð gott tól til þess? Þeir barnaníðingar sem sækja um eru mjög líklega ekki með sakarvottorð og þeir sem eru með sakarvottorð á börnum munu líklega ekki sækja um.

Frekar að hafa innri varnanagla. Ekki láta neinn starfsmann vera inní á klósetti einn með barni í langan tíma. Ef þú sérð starfsmann taka niður nöfn og símanúmer barna. Ef þú heyrir að starfsmaður er að senda börnum sms þá á viðvörunarbjöllur að hringja osfrv.

Hvað kemur síðan upp ef einstaklingurinn er hæfur í starfið en er með dóm vegna mansdráps? Eða fíkniefnanotkun? Eða nauðgun?

Á að stoppa þá aðila í því að vinna með börnum?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli