19 janúar, 2004

Rafraus um Guð

Minn Guð skapaði himin og jörð. Hann ýtti boltanum af stað. Gerði það að verkum að við erum ekki tilviljun. Við dveljum hér í einhverjum tilgangi.

Þetta er aftur á móti ekki góður guð, eða guð sem er á að biðja til. Hann er ekki illur heldur. Hann er.

Hver, hvað, hvernig hann er vitum við ekki og munum ekki vita.

Stundum held ég að hann er að setja okkur í einhver test. Er að setja ýmis vandræði fyrir fram okkur til þess að prófa hvernig við höndlum þau. Tilgangurinn er eitthvað sem við getum okkur ekki áttað okkur á. Kannski er okkar líf eitt stórt tilraunabúr þar sem það er verið að prófa hluti eins og þanþol manneskjunnar við dauða, ofbeldis, ástar, o.fl.

En stundum held ég að hann sé ekkert að athuga hvernig sköpunarverkinu líður.

"God does not exist and if he did he should not be worshipped. " úr Everything is Illuminated e. Johnathan Safran Foer

Engin ummæli:

Skrifa ummæli