01 júlí, 2005

Duran og eyrnamergur

Duran og Eyrnamergur

Ég lenti í "skemmtilegu" atviki fyrir tveimur dögum síðan. Þegar ég var lítill þá tók stundum mamma sig til og hreinsaði úr eyrunum á mér. Alger píning en var fínt þegar þetta var búið. Þetta var víst nauðsynlegt. Hún notaði bæði eyrnapinna og svo hárnælu til þess að hreinsa skítinn. Þegar ég varð eldri fór þetta starf á mínar hendur og þrátt fyrir að ég hafi aldrei notað hárnælu þá nota ég eyrnapinna af miklum móð. En já.. ég var að hreinsa úr eyrunum og á venjulegum degi þá nota ég svona 5 eyrnapinna samtals. Á miðvikudaginn var ég búin að nota þrjá og ég fann fyrir einhverjum pirringi í hægra eyra. Fannst eins og það væri eitthvað þarna sem ég gæti ekki náð. Ég prófaði að blása út í eyrun (eins og maður gerir til að jafna þrýsting í flugvélum), eyrun poppuðu og ég tróð eyrna pinnanum inn.

Og dró út þessa þvílíku klessu. Jafn stór og eyrnapinninn og leit út eins og himna. Já strákar og stelpur það leit út eins og drullan hafi safnast saman og gert bara himnu í eyranu mínu. Fannst þetta ekki glæsilegt. En ég verð að spyrja.. er þetta algengt?

Síðan skrapp ég á Duran Duran í gær, fékk miða á síðustu stundu í gær í vinnunni og ákvað að skella mér. Rölti heiman frá mér í regnjakka og með bók. Bókina tók ég með vegna þess að mig langaði að hlusta á Leaves og ætlaði að mæta tímanlega.. sem þýðir í flest öllum tilfellum frekar mikil bið. Þar sem ég var einn þá hafði ég engan til að tala við. En það var það gaman að horfa á mannfjöldann og spá í því hvort að maður þekkti einhvern að ég tók aldrei upp bókina.

En Leaves var frábær og ég ætla mér að kynna mér hana aðeins betur. Síðan leið smá tími og ég settist bara niður og beið.

Tónleikarnir voru þrælskemmtilegir, ég hitti auðvitað fólk sem ég þekkti svo ég gæti staðið hliðin á því. Ég er ekki mikill duran aðdáandi en ég þekkti flest öll lögin. Söng meira segja með í þó nokkrum. Uppklappið hjá þeim var skemmtilegt og komu þeir skemmtilega fyrir.

en já.. hvað segið þið um eyrnamerginn?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli