29 júní, 2005

Hótun

Ég get komist að því hvar þið eigið heima....

Þessa setningu heyrði ég í gær. Einn maður kom hérna í gær og fékk að heyra upplýsingar sem honum mislíkaði að heyra. Hann æsti sig talsvert og endaði síðan með þessum orðum.

Fyrsta hótunin mín. Það eina sem var óskemmtilegt var að yfirmaðurinn var á svæðinu og hann missti sig soldið. Reiðin sem þessi maður fann var alveg skiljanleg. Var í ranga átt en alveg skiljanleg. Ég hafði öruglega orðið frekar reiður ef ég hefði fengið þessar upplýsingar ef ég hefði verið hann. En spurning hvort að það ætti að sparka í sendiboðann? Það er auðvitað algjör vitleysa.

En yfirmaðurinn varð reiður og á tímabili fékk ég á tilfinningunni að hann mundi rjúka í kallinn. En það var bara skellt hurðum og svona.

Síðan í dag þá hringdi þessi sami maður og baðst velvirðingar á hegðun sinni. Sem er auðvitað merki um sterkan karakter.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli