Pistill um Brilljant skilnað
Ég fór á leikhús í gær á leikritið Briljant skilnaður. Þar sem Edda Björgvins tekur einleik. Fjallar um konu sem er að nálgast fimmtugsaldurinn og eiginmaðurinn finnur sér aðra konu. Hún stendur upp ein.
Mér fannst þetta vera meira svona ræða eða gamanleikur.. sketchar.. ekki beint leikrit. Ég hef séð einleik þar sem leikarinn er að leika ákveðna persónu og skapar aðstæður þar sem maður ímyndar sér hinar persónurnar. En í þessu tilfelli var Edda að tala við áhorfendur. Hljóð og tónlist var mikið notað til að skapa stemmingu og skiptingu á milli atriða.
Persónan sem hún Edda lék var steríó týpan af miðaldra húsmóður, laug um aldur, reyndi að næla sér aftur í eiginmanninn, átti fáa vini (flestir hefðu verið hjónavinir), o.s.frv.
Þetta var skemmtilegt leikrit. Ég hló oft og dátt að ýmsum atriðum en á köflum fannst mér efnið vera illa nýtt. Áherslan var á gamanleikin en ekki á aðstæður persónuna, sem varð einhvern vegin eftir.. hafði lifað fyrir eigin manninn í langan tíma og þegar hann fór þá var bara tóm í hennar lífi. Mér fannst líka eiginmaður hennar vera óraunverulegur. Það var bara eitt atriði þar sem ég fann fyrir að þau höfðu verið hamingjusöm hjón (atriðið með rúllustiganum).
Síðan hafði aðalpersónan leiðinlegan eiginleika.. var að sjúkdómsgreina alla í kringum sig. Sá ekki hvaða tilgang það hafði fyrir utan það að gefa henni einhver persónueinkenni. Var leiðinleg persónueinkenni og fannst það bara óþarfi.
Endirinn fannst mér góður. Persónan endaði ekki í faðminum á öðrum karlmanni og hamingjan hjá henni var sú að finna sér nýtt líf.
Hefði mátt nýta sér söguna betur (að mínu áliti) en þetta var skemmtilegar klukkustundir.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli