01 júní, 2005

Tannlæknir

Tannlæknir

Fór til tannlæknis í gær. Góðar fréttir, engar holur. Er það ekki aðalmálið.. á að bora eður ei?

En hann skóf tannstein og var ekkert vinalegur eða mjúkhentur þegar hann var að gera það. Blæddi heilmikið. Talaði um að nota tannþráð og hexadent (sem er mikill viðbjóður).

Ég fór auðvitað í Lyfju og keypti svoleiðis óþverra. Á að nota það í viku. Einhverja tannholdsbólgur í efri gómi.

Er enn með tvo endajaxla sem eru ekki að valda neinum skaða (tennurnar eru það skakkar.. ) en hann sagði að það þyrfti að fjarlægja þá.. en það liggur ekkert á því. Ég hef farið í tvær endajaxlatökur (ein í neðri og ein í efri) og ég fæ enn hroll þegar ég hugsa um neðri góma tanntökuna. Það var ekki skemmtileg lífsreynsla, sem ég ætla ekki að endurtaka. Ætla fara til einhvers 20 þús króna sérfræðings sem gerir þetta á 5 mínútum.

Var að spila roleplay í gær og mun taka game of thrones í kvöld.. og við verðum 5!!! Það var mikið.

en já.. gaman að þessu.. held að ég hefi gleymt bókinni minni á mangó eða í bílnum hjá R. Ekki gaman.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli