Sítt Vs Stutt
Jæja þá er ég búin að vera með stutt hár í smá tíma. Viðbrögðin hafa verið ótrúleg. Fólk hefur ekki þekkt mig út á götu. Flestir segja að þetta fari mér vel og ég líti betur út svona. Ein slæm viðbrögð "mér líkaði betur við gamla Jens" og síðan nokkur sem hafa verið undarleg "Þú ert svo normal".
Ég get auðvitað ekki tekið þessa ákvörðun til baka. Síða hárið er farið og ég get ekkert gert í því. En ég er mjög sáttur við hárgreiðsluna. Þetta er allt öðruvísi en að vera með sítt hár en ekkert óþægilegt.
En það er eitt sem fer soldið í pirrurnar á mér. "það er svo auðveldara að vera með stutt hár, miklu auðveldara" Það er ekkert rétt. Að vera með sítt hár þýðir að maður vaknar.. hárið er í flóka, maður rennir burst í gegnum það og skellir því í teygju. Punktur.
Stutt hár... vakna.. hárið stendur upp og það þýðir ekkert að greiða því... það vill bara vera svona. maður þarf að bleyta það og setja hárvax í það svo það verði flottara. Vesen. Miklu meira vesen.
Og út af hárvaxinu þá þarf maður að fara oftar í sturtu.. svo hárið verði nú náttúrulegt.
Síðan hef ég tekið eftir að stelpur horfa mun oftar á mann á djamminu. Og hef lent í því tvisvar núna að kíkja á stúlku sem hefur labbað framhjá mér til að tékka á henni (sem maður gerir endrum og eins) og hún er að horfa líka.. það gerðist mjög sjaldan áður fyrr.
Og síðan er auðveldara að klóra sér í hausnum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli