02 júní, 2005

Rwanda - 2

We wish to inform you...


Kláraði þá bók í gær. Var skrifuð 1998 og það var mikið að ósvöruðum spurningum í þeirri bók. En bókin var greinargóð lýsing á atburðunum, lýsing á hvað gerðist eftir þjóðarmorðið, sett í stórt samhengi (afleiðingar fyrir afríku) og líka lýst lífi fólksins. Mæli með henni til að fá mjög góða innsýn í sögu þessara þjóðar.

Hún endaði með neista af von.

Það eru (voru) ennþá svona "Hutu Power" gengi að berjast á móti Tutsi mönnum þegar bókin var skrifuð. Höfundurinn segir frá einni árás sem eitt gengið gerði. Einn af þeim mönnum sem tók þátt í árisinni náðist lifandi og sagði frá hvað gerðist. Það var ráðist í stúlkna-heimavistarskóla og þar var drepin Belgísk Nunna, síðan var skipað nemendunum (stelpunum) að skipta sér í tvo hópa - Tutsi og Hutu. Stelpurnar sögust vera Rúandabúar "We are Rwandann" og neituðu að skipta sér.

Þær voru allar myrtar.

Ég grét.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli