24 júní, 2003

The Order of Pheonix

Búin að lesa doðranntinn þann. 766 blaðsíður, keyptar á aðfaranótt föstudags og búin með þar í dag. Klukkan 21:00.

Hérna koma engir Spoilerar! Bara mínar hugsanir um þessa fimmtu bók um Harry Potter. Mun tala aðeins um söguþráðin en bara það sem höfundurinn hefur sagt sjálfur. Ef þú veist ekkert um bókina þá skaltu ekki lesa þetta!

Þessi bók breytir mjög litlu miðað við hinar bækurnar. Hún heldur áfram með söguna án þess að bæta miklu við. Dauðdaginn sem hún J.K. Rowling var búin að tala mikið um var mjög fyrirsjánlegur og soldið flatur. Ef maður miðar það við áhrifin sem ég fékk úr bók nr. 4 þegar ein söpupersónan dó þá var það miklu áhrifameira og kom ótrúlega á óvart.

Það voru samt nokkrir skemmtilegir hlutir sem gerðust í henni og hlutir sem komu á óvart. Þróunin á persónu Potter var nokkuð lunkin. En mér fannst leitt að Ron Weasley þróaðist ekkert, en Herminoe kom skemmtilega inn. Neville Lonbottom naut sín gríðarlega í þessari bók og Ginny Weasly kom sterk inn. Hagrid var með sama heygarðshornið og kom inn vera inn sem var nokkuð skemmtileg. Siðan lét hún persónu birtast sem hefur ekkert sést síðan í fyrstu bókinni. Hún kom skemmtielga á óvart. Dumbeldore var frekar flatur... ég hef það á tilfinninguna að hún hafi fengið innblástur frá bíómyundunum um hvernig hún eigi að túlka Dumbeldore.

En Fred og Georg Weasleys voru senuþjófarnir og ef það verður gerð bíómynd eftir þessari bók þá verða þeir hetjur myndarinnar!

En það má með sanni segja að mig hlakki til að lesa næstu bók!

Join uss.... its blizzzzzzz......


Engin ummæli:

Skrifa ummæli