10 júní, 2003

Dagarnir sem líða

Ég var að stjórna nokkuð skemmtilegu Sessioni á laugardaginn þar sem var teknir upp gleymdir rykfaldar persónur og þær spilaðar. Þetta var hópur sem ég stjórnaði fyrir þó nokkrum árum og á þessum tíma eyddum við miklu púðri að hafa einhverjar persónur sem höfðu einhverja leyndakrafta og óvenjulegan bakgrunn. Það sem er auðvitað skemmtilegt við það að allir voru óvenjulegir þannig að það var venjulegt að vera óvenjulegur og ef þú komst með persónu sem var ekkert óvenjuleg (bara normal búbbi með sverð og skjöld) þá var lyft augabrúnum.

En já, þessi hópur síðan dó út eins og gengur og gerist. Stjórnandinn fékk áhuga á einhverju öðru og sinnti því meira. En nú var dustað rykið af þeim persónum og þeir spilaðir.

Eftir þennan spilatíman tók ég eftir því að ein persónan sem var spiluð var blanda úr tveimur og maður misskildi aðra persónu. En þetta var líf og fjör og menn áttu hetjulega bardaga við dreka og dverga.

Vonandi heldur þetta áfram!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli