03 júní, 2003

Fluttur!

Já ég er búin að flytja aftur! og það sem meira er ég flutti aftur í Eggertsgötuna og í sama hús! Bara tveimur hæðum fyrir ofan! Jíbííííí!!!!

Vinkona mín hún Bryndís er út á landi í allt sumar og einhvern vegin barst það í tal að ég gæti fengið íbúðina hennar. Ég stökk á það þar sem ég er að vinna niðrí bæ og vill endilega prófa að búa einn! Svo að....

Ég svaf þar í nótt... fór allt of seint að sofa þar sem ég var í bíó að horfa á myndina Identity (sem er snilldar ræma) en ég svaf vel. Dreymdi tóma vitleysu um hárgel... man ekki alveg hvað. En vaknaði, fór í sturtu, fékk mér morgunmat og fýlaði mig vel... Gallin var sá að ég hafði bara ein sett af fötum og hafði útbýað þau í malti og öðru ógeði, en hvað gerir maður ekki fyrir MALT! En ég er mjög sáttur við þessi hlutskipti!

Síðan ætla ég að fara hjóla í sumar og hafa voða gaman!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli