04 júní, 2003

Innsæi

Er Guð til? Og þá er ég ekki að meina Guð eins og í biblíunni.. heldur einhver æðri vera sem stundum getur haft áhrif á okkar líf... eða jafnvel einhvað sem er bara... og ekkert með það...

Ég stundum held að það sé einhver æðri máttur sé til. Og að hann hafi áhrif á heiminn. Ég held stundum að hann tali til okkar allra. Ég hef oft fengið eitthvað á tilfinninguna, eitthvað sem ég held að sé þannig eða að svona mun þetta fara.

Til dæmi með reúninionið... ég var eiginlega viss um það að þetta kvöld væri eitthvað sem ég mundi minnast frekar lengi. Ég mætti á kvöldið fullur eftirvæntingar, beið eftir að eitthvað óvænt gerðist!

Þetta hefur stundum gerst... maður fær eitthvað á tilfinninguna sem síðan verður að veruleika. En það gæti verið að ég fái helling á tilffininguna sem verðu síðan aldrei að veruleika og ég gleymi því strax aftur. Það er auðvitað allt annað mál!

Kannski er ég bara sturlaður

Engin ummæli:

Skrifa ummæli