Buxurnar mínar.
Fyrir nokkru steig ég á vigtina og sá 94 kg. Horfði á þetta og fannst þetta vera nokkuð hátt. Fann líka að flestar buxur voru að verða of þröngar. Ég ákvað að gera eitthvað í því!
Og keypti mér stærri buxur. Nennti ekki að standa í neinu veseni með þetta. Langaði ekki og talaði mig inná það að ég hefði ekki tíma til þess að fara í ræktina.
Þessar buxur sem ég keypti hafa staðið sig vel. En nú er er komið babb í bátinn. Þær eru að verða of víðar.
Hef eitthvað verið að léttast á síðustu mánuðunum. Ég held að það sé hlaupahjólið eigi stóran hlut í þeirri þróun. Eflaust eru einhverjar aðrar sakir til staðar á þessu en ég ætla ekkert fara út í það hér.
En ég þarf eflaust að fara gera eitthvað í þessu.. kaupa mér aðrar þrengri buxur.. en er samt ánægður með þróunina.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli