07 nóvember, 2005

Flutningar

Flutningar og drykkja

Ég var beðin um að hjálpa vini mínum að flytja á laugardaginn. Mér fannst það sjálfsagt mál. Oftast er maður tilbúin að aðstoða vini sína við svona mál.

Ég mæti um þrjú og fólk var mætt á svæðið. Þetta gekk mjög vel og verkið var lokið um sex (að mig minnir). Það eina sem ég fann að þessum flutningum var stærð flutningabílsins. Var of lítill og mikil hætta á skemmdum á mublunum. Síðan þarf að púsla miklu meira þegar sendibílinn er lítill.

Eftir flutningarnar var boðið upp á bjór og Pizzu. Var nokkuð sáttur við það. Ég og R- ið ákváðum að skella þessa upp í kæruleysi og detta í það. Vorum á leið heim til hans þegar Kiddi hringdi.. og bað okkur um aðstoð við að flytja.

Ég hugsa að R-ið hafi filterað aðeins upplýsingarnar áður en hann sagði mér frá þessu. Hann sagði "einn þvottavél eða svo". Við mættum þangað um hálf sjö og dvöldum þar í rúma tvo tíma. Það var uppþvottavél, þvottavél, þurrkari , risa sjónvarp, sófasett í þremur pörtum, rúm og skenkur. Þetta var dæmi um hvernig flutningar eiga ekki að vera. Við vorum bara þrír og frekar litlum bíl. Ef tveir hefðu verið í viðbót þá hefði þetta tekið mun styttri tíma og ég hefði ekki verið með marblett í dag.

En eftir flutningana þá enduðum við í partíi þar sem var tekið í singstar , fussball og farið í tíkalla drykkjuleikinn. Daginn eftir þá var ég að velta því fyrir mér hver í andskotanum kom þessari hefð með flutningar og bjór í gegn. Ég vaknaði þunnur og með geðveikar harðsperrur. Þá var ekki gaman að lifa.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli