14 nóvember, 2005

minnisleysi

Minnið mitt

Minnisleysi mitt náði nýjum hæðum þessa helgi. Ég týndi hönskunum mínum, kortaveskinu og núna í morgun áttaði ég mig á því að ég veit ekki hvar hlaupahjólið mitt er staðsett.

Hanskarnir mínir eru heima hjá foreldrum mínum. En ég gleymdi þeim þar rétt áður en ég fór í leikhúsið. Kortaveskið hvarf einhverstaðar á milli strætós og heimili systur minnar og ég hef ekki hugmynd hvar ég setti hlaupahjólið..

jæja.. eflaust búin að gleyma einhverju í vibót.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli