Að geta ekki tjáð sig fullkomlega
Þessa dagana er ég ekki mikið að skrifa hérna á þessa rafraus. Aðallega er ástæðan sú að ég er að hugsa um hluti sem maður getur ekki skrifað um á opinberum vettvangi. Þá ætti maður í hættu á því að særa ýmsa aðila í kringum sig.
En ohh well... C´est la vie.
Er búin að finna hlaupahjólið mitt, hanskana mína og meira að segja húfuna mína. En kortaveskið hefur ekki komið í leitirnar. Ég er að halda í þá von að það sé ekki týnt og tröllum gefið. Ferlegt að þurfa punga út peningum fyrir ökuskirteini og solleiðis. Og síðan var ég með gatað afsláttar skirteini fyrir nonnabita! Mikil sorg að láta það hverfa.
En vona að það finnist.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli