24 nóvember, 2005

Blóðgjöf

Blóðgjöf

Ég ætlaði fyrst að skrifa einhver pistil þar sem væri lýst hetjudáði dulinnar hetju sem bjargar einhverjum ókunnugum frá bráðri hættu. Ætlaði að var með mynd af Batman með til þess að koma með sambærilega hetju og ég væri.

En síðan datt mér það í hug að þá væri ég að draga úr þessu. Það er alveg óþarfi að hæpa þetta upp. Þeir sem stunda blóðgjafir eru bara venjulegir menn og konur, skúrkar sem góðmenni. Af einhverjum orsökum þá hafa þeir ákveðið að gefa blóð.

Ég gaf 450 ml af blóði í dag. Af hverju? Vegna þess að ég sé enga ástæðu til þess að gera það ekki. Hvet alla sem geta að gera slíkt hið sama.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli