Metrosexualism
Fyrir nokkrum árum heyrði ég þetta hugtak fyrst. Las einhverja pistla um það í blöðum og fannst það snilld. Fannst eins og ég hafði gripið um eitthvað sem var nálægt því að vera sannleikur og fegurð. Ég skyldi hugtakið þannig að þarna væri að tala um karlmann sem væri í tengslum við kvenmannshugtakið en án þess að hætta að vera karlmaður, þ.e.a.s að þarna væri karlmaður sem væri meðvitaður um tilfinningar, þarna væri karlmaður sem talaði um þær, var óhræddur við að sýna þær, hann hugsaði um útlit sitt, hárgreiðslu og húðina sína, er meðvitaður um að til að líða vel þá þurfi maður að vinna í því. En hann væri ennþá karlmaður. Væri ekki mjúki maðurinn sem vældi yfir öllu heldur væri hann meðvitaður um að stundum þarf maður að bíta á jaxlinn og vera harður. Ég túlkaði líka metró-inn sem einstakling sem taldi að kvenmenn væru jafningar sínir.
Mér finnst ég vera metró. Mér finnst ég vera tengdur tilfinningum (kannski allt of mikið), ég tala um tilfinningar (allt of mikið) og ég slúðra um vini og kunningja. Ég vil líka horfa á kvenfólk sem jafninga. En ég er samt ekki of mjúkur (vona ekki), get skipt um perur í ljósum, get sett upp skrifborð og neglt nagla í spýtu. Spýtt í lófana og gleypt tárin ef svo þarf á að halda.
En svo komu Gilzinagger og Partí-Hans og allir hinir á kallarnir.is (blessuð sé minning hennar) og sögðu að þeir væru Metrósexúal. Og það eina sem þeir gátu talað um var tan, að sprengja í kellingar, massa sig upp, nota meik, o.frv. Og ég er ekki svoleiðis. Svo þá hlaut það að vera að ég væri ekki metró.. væri bara áfram Jens sem væri bara örlítið skrýtin.
En núna er ég komin með nóg. Ég ætla bara vera áfram ég og þrátt fyrir að þessi búbbar skemmdu ímynd metró-ins fyrir mér þá ætla ég að tileinka mér metrósexúalismann. Fara oftar í klippingu, klippa oftar á mér neglurnar, hugsa um að það að fara í fótsnyrtingu, kaupa mér rakakrem og rækta líkamann o.s.frv.
Ég fór líka um daginn og keypti mér andlitssápu. Einhverja refreshing sápu sem á að bera í andlit tvisvar á dag, kvölds og morgna og er búin að vera brúka hana í nokkra daga. Virkar bara ágætlega á mig. En nei.. ég ætla ekki að ná mér í tan eða vera hel massaður.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli