08 júlí, 2006

Jarðaförin mín

Jarðaförin mín

Eftir að hafa farið í jarðafarir og kistulagningu þá hlýtur maður að hugsa um sína síðustu för. Hann afi var trúaður og fór með bænir sínar á hverju kvöldi. Hann fékk kristilega greftrun, með sálmum, trúarlegu spjalli og öllu því.

Ég vil ekki fá kistulagningu. Ég vil að þegar ég dey (sem verður vonandi eftir um 80 ár) að það verði látið ganga skilaboð á milli mína nánustu að þeir geti kvatt mig á staðnum þar sem ég dó (elliheimilið, sjúkrahúsið, mitti eigið heimili) á næstu klukkustundum. Síðan verð ég sóttur af líkbílnum og settur í kælinn en eftir það þá verður valin kista og ég settur beint í hana. Og síðan jarðaför. Engin kistulagning með presti og seremóníu og ég kaldur í kistu.

Ef það er möguleiki þá vil ég að líffærin mín verði notuð, ég er með líffæragjafaspjald. Ég vil vera grafin, ég vil að jarðneskar leifarnar skili sér aftur til jarðarinnar.

Ég er ekki trúaður og er ekki í þjóðkirkjunni. Fyrirgefið ég er trúaður.. bara ekki á biblíuna og kirkjustefnuna. Ég veit ekkert hvað verður gert við líkama minn. Ég mundi nú samt búast við því að ég verði grafin í kirkjugarði og athöfnin verður haldin í kirkju (efast um að Sorpa taki við mönnum eins og mér). En vegna þess að ég er nú ekkert voðalega trúaður þá óska ég eftir því að guðum verði haldið sem mest fyrir utan fyrir þessa athöfn. Ég býst við því að prestar séu hæfastir til þess að halda utan um þá athöfn sem jarðaför er, og ég hef svo sem ekkert á móti prestum sem slíkum. Þannig að ég mundi vilja fá einhvern prest sem myndi skilja og virða óskir mínar. Hann má auðvitað tala um guð sinn en það á ekki að vera áherslan.. sérstaklega þar sem ég er trúleysingi og ætti að örugglega brenna í helvíti í hans augum. Eða væri það kannski gaman að fá strangtrúaðan prest sem myndi segja "já hann Jens, hann var trúleysingi og Mun hann brenna í Helvíti að eilífu". Yrði svolítið sérstakt.

En já.. athöfnin sjálf. Fáir sálmar. Ég þekki ekki neinn sálm svo ég er eiginlega á því að segja engir sálmar, en mér finnst söngvar fallegir og það getur verið hjartnæmt að hlusta á sálma. En í dag þá vil ég að listin minn verði What a Wonderful world með Louis Armstrong, Come what may úr kvikmyndinni Moulin Rougue, The Wanderer með U2/Johnny Cash, Sól að morgni með Bubba Morteins, og síðast verði spilað Hope There is someone með Anthony and the Johnsons. En þetta bara það sem ég hugsa í dag, gæti vel verið að ég geri uppdate seinna meir. Hugsa að þetta komi ekkert voðalega vel út í jarðaför.. en ohh well...

EF ég dey ungur vil ég að það sé grátið mikið við jarðaförina og við greftrunina. Síðan þegar það sameinast í erfidrykkju þá vil ég að það verði almennileg erfidrykkja. Ég vil að það það verði kökur og kruðerí og síðan þegar fólk byrjar að týnast út og aðeins eftir verða þeir nánustu að það verði dregið fram bjórkassar og vínflöskur (og kók handa Gumma). Síðan verði eytt kvöldstund í að tala um mig, rifja upp heimskupör, hlegið að þeim, talað um minninguna um mig. Að þarna verði minningunni um mig haldið hátt á lofti.
EF ég dey sem gamall maður þá vil ég að athöfnin verði látlaus og veislan eftir á verði í þeim anda að fólk gleðjist yfir því að þarna var maður að fara sem átti gott líf. Ég vil að öll myndaalbúmin mín verði sett upp og fólk geti skoðað þær, ef myndirnar verða í tölvu þá með myndvarpa eða með tölvu á áberandi stað. Allar bækur sem ég hef skrifað verði þarna svo fólk geti gluggað í. Ég vil ekki sjá mörg tár. Frekar tregablandin bros yfir minningum.

P.s Hér getið þið á Playlistan sem ég vil hafa í jarðaförinni minni.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli