20 júlí, 2006

Vinnutörn

Vinnutörn og skipulagning

Fyrir mörgum árum síðan var sagt að ég væri skipulagslaus. Ég fann fyrir því að mér væri ekki treyst fyrir peningamálum og það var alltaf verið að minna mig á ýmsa hluti. Ég fann sjálfur fyrir því að ég átti nokkuð erfitt með að skipuleggja ýmis mál og þá sérstaklega peningamál. Sú skipulagning varð oftast í því formi að borga reikninga og svelta síðan.

En nú hefur einhver breyting orðið.

Tökum sem dæmi. Þessa dagana er ég að vinna geðveikt mikið. Að meðaltali 12 tíma á dag. Stundum er ég að vinna 14 tíma. Eins og það gefur að skilja þá er ekki mikill frítími. En næstu helgi er ég búin að skipuleggja alla helgina. Alveg út í hörgul.

Dagskráin er svona.
Föstudagur
07:30 - 16:00 - Vinna í hlöðunni
16:00 - 18:00 - Lesa og ferðast yfir í hina vinnuna.
18:00 - 20:00 - Mæta í FMV og gera meginhluta sex frétta.
20:00 - 24:00 - Horfa á Supernatural og vonandi drekka viskí (efast um að það gerist samt, vegna bílnotkunar.
00:30 - 09:00 - Svefn
Laugardagur
09:30 - 14:30 - Vinna í hlöðunni, ryksuga þjóðdeild (lestrarsal) og klára að rita kvöldfréttirnar sem voru daginn áður.
14:30 - 16:30 - Klára að rita kvöldfréttir. Eftir það er smá frí. Vonandi verður skellt sér í sund.
18:30 - 19:20 - Mæta á FMV og byrja á NFS fréttunum.
20:00 - ? - Spilað Hunter í umsjón Halla D. Ef hann klikkar þá mun ég reyna stjórna Mage.
Sunnudagur
Vaknað klukkan ??.
Frá 13:00 - X - klárað NFS fréttir frá deginum áður.
18:00 - 23:30 - FMV. Klárað kvöldfréttir sjónvarps og útvarps.

Peningamáli eru í góðum málum. Er búin að setja upp 3 mánaða fjárhagsáætlun sem ég var að prófa þennan mánuð til þess að sjá hvort að hún virkaði. Júlí mánuður gengur mjög vel og þrátt fyrir að hafa farið aðeins yfir áætlunina hafi ekki staðist (eytt talsvert meira í dót en ég ætlaði mér) en ég sé fram á það að ágúst mánuður verður mjög ljúfur (peningalega séð).

Ég veit að Hallur myndi kalla mig anal. Get ekki neitað því að ég skil hann svo sem, en satt að segja þá finnst mér ákveðið öryggi falið í því að vita peningastöðuna sína svona eitthvað fram í tímann. Og jafnvel með því þá ætti ég að geta borgað alla skuldir og verið með ágætan afgang í mars á næsta ári (einu ári eftir að ég var í sumarbústað að setja upp planið mikla).

Engin ummæli:

Skrifa ummæli