03 ágúst, 2006

Fréttir: Hveragerðisbær og Eykt

Hveragerðisbær og Eykt

Þar sem mitt líf snýst um fréttir þessa dagana þá er best að ég fjall um eina frétt sem hefur vakið nokkurn áhuga hjá mér.

Inngangur
Hveragerðisbær gerði samning við Eykt ehf um að Eykt myndi fá lóð frá Hveragerðisbæ og byggja þar upp íbúðahverfi. Þeir þurfa ekki að borga neitt fyrir lóðina en sjá algerlega um alla gatnagerð, brúarbyggð og byggja fyrsta áfanga leikskóla sem verður á svæðinu. Fyrrverandi meirihluti gerði þennan samning og minnihlutinn (sjálfstæðisflokkurinn) kallaði þetta mestu mistök sem meirihluti hefur gert í Hveragerði. Þeir kærðu þennan samning til félagsmálaráðuneytisins sem úrskurðaði að samningurinn væri réttur og ætti að standa. Engin stjórnsýslulög hefðu verði brotin. Núna er verið að spá hvort að frekari kærur eiga að eiga sér stað eður ei.

Það sem vakti áhuga hjá mér.
Mér er nefnilega alveg sama um kærurnar og allt það dót og hvort að meirihlutinn hefði mátt gera þennan samning eður ei. Það sem vakti áhugann hjá mér var sú staðreynd að þetta er í fyrsta skipti þar sem íbúðabyggð að öllu leyti er í einkaframtaki. Hveragerðisbær mun taka við hverfinu eftir að það er fullbyggt. Þeir sjá ekki um gatnagerð, holræsagerð, rafmagnslínur eða þvíumlíkt. Þeir láta fyrirtækið Eykt sjá um þessi mál. Það má alveg deila um það hvort að Hveragerðisbær fari með skertan hlut frá þessum samningi eður ei. Það er margir hlutir með og á móti, rök eru nefnd sem aldrei eru svöruð og stundum er maður samála báðum rökunum. En þetta finnst mér vera áhugaverð tilraun. Tilraun til að láta einkafyrirtæki byggja upp íbúðabyggð með öllu tilheyrandi. Ég verð að játa að ef ég hefði verið Hveragerðingur þá væri ég samþykkur þessum samningi.

Nánari lesning
Samstarfssamningurinn á milli Eykt og Hveragerðisbæ
Fréttabréf Eyktar þar sem fjallað er um þennan samning
Frétt um viðbrögð minnihlutans við samningnum
Bæklingur sem Sjálfstæðisflokkur gerði um samningin
Fyrri umræða í bæjarstjórn um fundinn
Seinni umræða í bæjarstjórn um fundinn

Engin ummæli:

Skrifa ummæli